Landbúnaðarháskóli Íslands
Mengun – uppsprettur og áhrif
MARPOL bókun er alþjóðleg reglugerð um sorpmengun í sjónum:
“The MARPOL Convention seeks to eliminate and reduce the amount of garbage being discharged into the sea from ships. Unless expressly provided otherwise, Annex V applies to all ships, which means all vessels of any type whatsoever operating in the marine environment, from merchant ships to fixed or floating platforms to non-commercial ships like pleasure crafts and yachts.”
Samkvæmt MARPOL V (fimm) bókuninni er bannað að losa skaðlegan úrgang (plast innifalið) út í sjó undir öllum kringumstæðum. Það gildir fyrir öll skip og öll önnur tæki sem sigla. Öll meðlimaríki MARPOL eiga líka að sjá um að tekið úrgangsmál í höfnum séu vel leist.
Alþjóðlegu sjávar samtökin (International Maritime Organisation, IMO) sjá um að gefa út og uppfæra MARPOL reglur og reka samtökin vefsíður með reglugerðum og gagnagrunnum. Hjá IMO má einnig finna GIS upplýsingakerfi með öllum meðlimum í MARPOL og allri þeirri þjónustu sem skipum er veitt. Meðal annars má finna hvaða úrgangstegund er tekið á móti á hverjum stað oghvaða fyrirtæki eða stofnanir sjá um það. Auk þess geta meðlimarnir (fyrirtækin sem taka á móti úrgangi) nálgast reglugerðum og kröfur sem þeir þurfa að uppfylla til að geta sinnt störfum sinnum samkvæmt þeim alþjóðlegu reglum sem gilda um meðhöndlun úrgangs. (6)
Metnaðarfullar stefnur
KOSTIR OG GALLAR
Bioplast
Bioplastic eða bioplast er plastefni sem er búið til að fullu eða að hluta til úr lífrænum lífmassa í staðinn fyrir jarðolíu. Ekki allt bioplast er niðurbrjótanlegt og er talað um biodegradable plastic ef plastið brotnar niður á nokkrum áratugum eða öldum. Síðan er til compostable plastic en það plast brotnar niður í moltu á nokkrum mánuðum. Tvö algengustu efnin sem eru notuð til að búa til bioplast er sterkja og sellulósi, en þau eru endurnýjanleg og koma aðallega úr maís og sykurreyr. Bioplast hefur verið til í meira en 100 ár og verið notað í flestum iðnaði. Bioplast úr kornolíu og sojabauna olíu var notað í fyrsta fjöldaframleidda bílinn, Ford Model T.
Stærstu kostirnir við sumt bioplast er það er niðurbrjótanlegt í náttúrunni, það er með minna orkufótspor og það mengar minna vistkerfið. Bioplast er einnig án efnisins BPA, bisphenol A, sem flestir reyna að forðast.
Bioplast þarf ákveðnar aðstæður til að geta brotnað niður eins og t.d. í moltu en oft endar það á venjulegum urðunarstöðum þar sem það brotnar ekki niður, en þá getur myndast metan sem er slæmt fyrir andrúmsloftið. Bioplast lítur út eins og venjulegt plast og endar því oft á flokkunarstöðum með plasti. Bioplast getur endað í vatnsföllum og sjávarkerfum þar sem það mundi hafa slæm áhrif á vistkerfið. Bioplastið þarf að enda á rétta staðnum til að geta brotnað niður. Bioplastið leysir því ekki allan vandann við plastið en er þó að mörgu leyti betra efni. (1) (2)
THE NEW PLASTIC ECONOMY
Vinnur að nýju kerfi
The New Plastics Economy er metnaðarfullt frumkvöðlaverkefni til þriggja ára sem vinnur að því að skapa nýtt kerfi í kringum plastframleiðslu sem virkar. Samtökin hafa leitt saman hagsmunaaðila og byggja hugmyndafræðina á hringrásar hagkerfinu (circular economy) með það að leiðarljósi að endurhugsa og hanna framtíð plastsins, þar sem byrjað verður á umbúðum. Verkefnið er stýrt af the Ellen MacArthur Foundation í samstarfi við breiðan hóp af leiðandi fyrirtækjum, borgum, heimspekingum, fræðifólki, nemendum, NGOs og almennum borgurum. Hér fyrir ofan má sjá myndband frá samtökunum. (3)
"Our strategy to end plastic pollution is to recognise the problem and really accept that plastic is a design failure."
Global litter solutions er sameiginleg bókun 69 samtaka plastframleiðanda í 35 löndum. Mörg verkefni eru í gangi og siðan 2011 hafa samtökin tekið þátt í yfir 260 verkefnum á hnattrænum skala.
Megin áherslur bókunnar eru: Að upplýsa almenning um upprunna mengunnar og stuðla tengslum milli ríkistjórna, samfélaga og iðnaðarins svo að unnt sé í að stöðva plastmengun í sjó (Raising awareness). Efla rannsóknir til að fá betri skilning og mat að umfangi, uppruna og áhrifum sem plastrusl í sjó hefur (Research for facts). Stuðla að bestu stefnum sem hafa grunn sinn í vísindum og alþjóðlegum lögum til að koma í veg fyrir plastrusl (Promoting best policies). Breiða út orðið um skilvirkar aðferðir í löndum sem eru eiga landamæri við sjó eða vötn (Spreading knowledge). Efla endurvinnslu í plastmálum og þróa nýjar leiðir til að minnka plastúrgang (Enhanced recovery). Koma í veg fyrir tap plastkögglana í dreifinga- og flutningsferlum sem (Prevent pellet loss). (7)
Plastlaus sempember er árvekniátak sem er í september. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun sína og þann úrgang sem fellur til daglega. Fólk er hvatt til að lifa plastlausum lífstíl og sniðganga plast í einn mánuð eða til frambúðar og vekja þannig athygli á hversu mikið af plasti hver manneskja notar. (4)
Blái herinn hefur verið leiðandi í hreinsunarverkefnum á Íslandi en samtökin voru stofnuð 1998. Þau beita sér einkum fyrir hreinsun strandlengju og sjávar. Samtökin hvetja sveitarfélög að beita sér fyrir hreinsun umhverfisins og þeir veita liðskap og hjálp. Samtökin vilja virkja almenning og sérstaklega börn og ungmenni í hreinsunarátakinu. Markmiðið er einnig að valda hugarfarsbreytingu meðal almennings og viðhalda henni og þá sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. (5)
Sjálfsprottin verkefni
HVAÐ ER AÐ GERAST Á ÍSLANDI?
ALÞJÓÐLEGAR BÓKANIR
Efla rannsóknir
SAMTÖK PLASTFRAMLEIÐANDA
MYNDIR
HEIMILDIR
MYND 3
Mynd 2
Mynd 1
Ábyrgð hönnuða er mikil og síðustu ár hafa hönnuðir víðs vegar í heiminum sýnt fram á leiðir til að takast á við vandann. Verkefnið er flókið og margar spurningar kvikna. Hvað geta verið raunverulegar lausnir og hvað eru einungis áhugaverðar hugmyndir. Til að mynda er samstarf Adidas við umhverfishreyfinguna Parley for the Oceans áhugavert og jákvætt, þar sem spunninn var þráður úr plastrusli sem notaður var í skó frá fyrirtækinu. Fleiri sambærileg dæmi þar sem spunninn er þráður úr plastrusli fyrir tískuvöru hafa komið fram nýlega. En hvað verður um þessar vörur þegar þeirra líftími klárast? Enda þær aftur í hafinu? Mikilvægt er að hugsað sé um "endalok" vörunnar í hönnunarferlum, notkun efna og samsetningar þeirra, og hafa hringrásar hagkerfi að leiðarljósi.
Leit að nýjum leiðum
HÖNNUÐIR TAKAST Á VIÐ PLASTMENGUN
1. MBEH, S. (2017). Everything you need to know about plastics. Creative mechanisms.
3. Macarthur, E. (2017). New plastic economy. Ellen Macarthur Foundation.
4. Plastlauslaus september. (2017).
6. Annex V. In International Convention for the Prevention of Pollution from Ships MARPOL.
7. Marine litter solutions. (2011). Marine litter solutions joint declaration.
Gutsch, C. (2017). Parley for the oceans. Parley for the oceans.
Howarth, D. (2016). “Plastic is a design failure”. Dezeen. IMO. (2005). MARPOL