top of page

6 milljónir öragna á klst

í hafið á Íslandi

Norræn rannsókn frá 2016

ÖRPLAST Í HAFI

Öll höf menguð

Síðustu ár hafa vísindamenn verið að varpa ljósi á alvarleika öragna og örplast mengunar í hafi. Öragnir hafa mengað öll höf jarðarinnar en mengunin er þó í mismiklu mæli eftir svæðum. Öragnir fara auðveldlega inn í meltingarvegi sjávardýra og þær minnstu geta farið inn í frumur lífvera. Með því að neyta mengaðrar sjávarafurða berst mengunin yfir í mannfólk en á næstu árum mun koma betur í ljós hvaða áhrif sú mengun getur haft á mannfólk. Í dag skiptir miklu máli að hindra flæði öragna út í hafið og er uppræting uppsprettunnar besta “hreinsiaðferðin”, það er að segja að koma í veg fyrir að öragnir og -plast fari í umferð. Staðan er hins vegar sú að daglega flæðir mikið magn öragna í hafið í gegnum skólpkerfi alls staðar í heiminum. (1)

RANNSÓKN ÍSLANDS, FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR

Skólp gátt fyrir öragnir

Árið 2016 var gerð norræn rannsókn á því hvort að skólphreinsi- stöðvar væru gátt fyrir öragnir út í hafið. Rannsóknin var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og var samstarfverkefni Svíþjóðar, Finnlands og Íslands, fulltrúar frá Matís unnu að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Markmið rannsóknarinnar meta magn öragna í hafinu við útfallsrör og safna upplýsingum svo hægt sé að meta áhrif öragna á lífverur. Skoðaðar voru skólphreinsistöðvar í þessum þremur löndum, tvær í hverju landi. Valdar voru stöðvar sem notuðust við ólíkar hreinsiaðferðir til að rannsaka og átta sig á hversu áhrifamiklar stöðvarnar voru í því að fanga öragnir úr frárennslisvatni. Í rannsókninni var miðað við agnir stærri en 300 𝜇𝑚 og greina niðurstöður fjölda agna á tíma. (2)

"Ekkert af því sem skolað er niður í vaska eða sturtað niður

í klósett hverfur."

Rannsóknin staðfestir að mikið magn öragna og plasts fer í gegnum fráveitukerfi. Til að mynda er talið að um 2600 tonn af örplasti flæði inn í skólpkerfi Svíþjóðar á hverju ári. Langstærstur hluti þessa örplasts kemur úr frárennsli þvottavéla eða um 2000 tonn. Þar á eftir er plastframleiðsla með um 530 tonn, snyrtivörur 60 tonn og að lokum ryk frá húsum 20 tonn sem fara inn í skólpkerfið. "Ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhvers staðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna nema um sé að ræða líkamlegan úrgang og klósettpappír." Íris Þórarinsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Veitum. (2) (3)
 

HVAÐAN KOMA ÖRAGNIRNAR Í SKÓLPKERFIÐ?

Gífurlegt magn öragna

Mynd 1
 

SKÝRINGARMYND FRÁ EFLU

Vistferli örplasts

Brot úr vistferli örplasts sem unnið var af EFLU en tölulegar upplýsingar eru byggðar á mati Magnusson o.fl. (2016) á magni örplasts í Svíþjóð. Flæði eru í [t/ári] og ef gildi fyrir flæði voru gefin á bili var efra gildi valið. Ekki var búið að meta magn allra uppsprettna. Ekki var vitað hvernig magn úr hverri uppsprettu skiptist nákvæmlega á milli ofanvatns, skólps og viðtaka og því var miðað við í magntölum að allt fari í líklegasta farveginn. Töfluna í heild sinni má sjá hér. (4) (5)

Mynd 2
 

Frárennsli þvottavéla gátt öragna í skólp

2000 tonn á ári af örplasti frá þvottavélum í skólphreinsistöðvar Svíþjóðar 

NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARINNAR

​Ísland langt á eftir 

FLEIRI RANNSÓKNIR

Hreinsunaraðferðir

Skólphreinsistöðvarnar sem skoðaðar voru á Íslandi voru í Ánanaustum og Klettagörðum í Reykjavík. Þær stöðvar grófsía einungis skólpið og er hreinsunin því afar takmörkuð. Til að mynda var enginn munur á fjölda öragna í inn- og útflæði í íslenskum sýnum. Finnland og Svíþjóð eru hins vegar með mun fleiri þrep í hreinsuninni á sínum stöðvum og er viðtakinn þeirra innhaf sem viðkæmt er fyrir ofauðgun. Niðurstöðurnar sýndu að þessar stöðvar náðu 99% öragna í seyruna (þarf að útskýra!). Þrátt fyrir að aðeins 1% öragna sleppi út frá þessum stöðvum þá eru það allt að 500.000 agnir á klukkustund. Á Íslandi fara hins vegar meira en 6 milljónir agnir á klukkustund út í hafið þar sem grófsíunin nær ekki til öragnanna. Af öllum sýnunum sem tekin voru í rannsókninni var polypropylene algengasta plast tegundin sem fannst. (2)

Samkvæmt niðurstöðum úr annarri nýlegri rannsókn, Carr, Liu og Tesoro (2016) kemur í ljós að mest af örplasti næst að hreinsast með fullri fyrsta þreps hreinsun og að skífusíur í seinni þrepum hreinsunarferilsins virðast ekki ráða úrslitum. “Surprisingly, the importance of effluent filters in the removal of MPPs appears to be minimal. Microplastic particles were found to be removed mainly in the primary treatment zones via solids skimming and sludge settling process.” Full fyrsta stigs hreinsun er fyrsta og ódýrasta þrep hefðbundinnar hreinsunar þar sem unnið er með fleytingu og fellingu öragna. (5) (6)

Mynd 3-4
 

URÐUN EÐA BRENNSLA 

Hvar endar örplastið?

Í þessum hreinsiferlum safnast mikið af menguðu efni í hrati, botnfalli og flotinu. Í dag er þetta þvegið, undið og urðað eða brennt. Eins og fram hefur komið brotnar plast mjög hægt niður í náttúrunni og eru urðunarstaðir fyrst og fremst geymsla. Huga þarf að því hvort og hversu mikið örplast berst í náttúruna frá urðunarstöðum og hvort að það sé raunveruleg hreinsun þegar örplastið sem var komið í veg fyrir að enda í hafinu endi í staðinn í jarðveginum. Spurningin er þá hvort að brennsla sé eina leiðin til að eyða örplasti eða veldur brennslan alvarlegri mengun en urðunin?

HEIMILDIR
MYNDIR
bottom of page