Landbúnaðarháskóli Íslands
Mengun – uppsprettur og áhrif
Plast framleiðsla er að aukast um 9% á hverju ári. Árið 1950 var plastframleiðsla um 1,5 milljón tonn á ári, árið 2014 var það orðið 311 milljón tonn á ári. Á Vesturlöndum er talið að notkun hvers manns sé um 100 kg á ári, búist er við því að notkunin muni vera 140 kg á ári árið 2050. Fljótandi plast safnast saman á 5 svæðum í höfunum, Norður-Kyrrahafi, Suður-Kyrrahafi, Norður-Atlantshafi, Suður-Atlantshafi og Indlandshafi. Hafstraumarnir bera plastið að miðjum úthöfunum. Talið er að plastflákinn á Norður-Kyrrahafi sé þéttastur og á stærð við Texas eða sjöfalt stærra en Ísland. Rannsóknir benda til þess að um 13.000-18.000 plaststykki megi finna að meðaltali á 1 ferkílómetra svæði á sjó. Plastflákarnir eru að stækka og ekki á leiðinni að fara. Enda tekur það langan tíma fyrir plast að brotna niður, margar aldir og upp í 1000 ár. (1) (5)
Eyjur úr plasti
STAÐAN Í DAG
Mikið magn berst í hafið
PLASTMENGUN FRÁ ÍSLANDI
Stærsta uppspretta örplasts kemur frá hjólbörðum, gervigrasvöllum og málningu. Á höfuðborgarsvæðinu er slit á hjólbörðum á ári 600-1200 tonn. Slit á malbiki á höfuðborgarsvæðinu er 300-450 tonn á ári og þegar tekið er inn bíla á nagladekkjum er 150-200 tonn til viðbótar. Losun plastagna frá málningu á höfuðborgarsvæðinu er 11-336 tonn á ári en það er lágmark þar sem lakkagnir á bílum og götumerkingar eru ekki taldar með. Höfuðborgarsvæðið eitt skilar frá sér 2-16 tonnum á ári frá þvotti í hafið árlega. Ein akrílpeysa skilar frá sér um 750 þúsund plastögnum út í sjó þegar hún er þvegin. Örplast frá snyrtivörum gæti verið 1,4 tonn á ári á höfuðborgarsvæðinu. (1)
Um 700 tegundir dýra hafa orðið fyrir áhrifum plasts í höfunum
UM 80% KEMUR FRÁ LANDI
Plastmengun í hafi
Rannsóknir á plastmengun í hafi byrjuðu fyrir um það bil 50 árum. Árið 1975 var bannað að henda plasti í sjó en þangað til var leyft að henda öllum plastúrgang af skipum að vild. Á sama ári (1975) var magn plastrusls í hafinu talið vera 6.4 miljón tonn en í dag er það um það bil 8 milljón tonn sem berast í hafið árlega. 60-80% af öllu rusli í hafi er plast. Um 80% kemur frá starfsemi á landi (þéttbýli, iðnaður, ferðamennska, hafnir, opnir ruslahaugar, skólpútrennsli og flutningur plasts með vindi, ám eða vatnsrennsli) og um 20% frá starfsemi á sjó (flutningaskip, ferjur, fiskiskip, tómstundabátar og sjávariðnaður t.d. fiskeldi). Þessi háa prósenta sem kemur frá landi er vegna þess að fólk hendir rusli í náttúruna og meðhöndlun úrgangs er á mörgum stöðum ábótavant. Um 70% af því plasti sem endar í sjónum sekkur, um 15% flýtur og um 15% rekur á fjörur. 640.000 tonn af veiðarfærum tapast í sjóinn á hverju ári í heiminum og sekkur hluti af því á hafsbotn. Allt plast brotnar smám saman niður í smáar agnir. Magn plastagna í sjó hefur minnkað á undarförnum árum og er það mikil raðgáta hvað hefur orðið um plastið. Ástæðan er enn óþekk en talið er að inntaka lífvera sé meiri, hraðari sundrun á efninu sem sekkur þá á botninn og meira reki á strandirnar. Mikil þörf er á frekari rannsóknum um afdrif plastsins. (1)
Meira en 8 milljón tonn af plasti berst í hafið hvert ár
Sjá fyrirlestur: „Úr plasti, og hvað svo?"
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðjón Atli Auðunsson
Tvær aðal aðferðirnar sem sjávardýr komast í snertingu við plast rusl er að flækjast í því og gleypa það, minna er vitað um mengandi áhrif eiturefna í plastinu á dýrin. Hættan á því að flækjast í rusli er talin vera enn meiri en að gleypa rusl. Hinsvegar er auðveldara að fylgjast með því þegar dýr flækjast í rusli heldur en þegar þau gleypa það. Talið er að þeir hlutir sem eru algengastir til að gleypa séu, plastpokar, matarumbúðir, rör og plast áhöld. Það sem hefur mest áhrif á dýr sem flækjast í plast rusli er veiðibúnaður, blöðrur og plastpokar. Augljóst er að veiðibúnaður sé mesta ógnin. Talið er að það sem hafi hvað mest áhrif af öllu plast rusli sé fiskinet og reipi. Fuglar flækjast aðallega í því og er áætlað að það valdi dauða 25-50% dýranna. (6)
Veiðibúnaður stærsta ógnin
HVER ERU ÁHRIF PLASTSINS?
Lífverur flækjast í rusli
SAMANTEKT Á 340 SKÝRSLUM UM LÍFVERUR OG SJÁVARRUSL
Rannsóknir um lífverur og kynni þeirra við rusl í höfunum hófust á 7. áratugnum. Síðan þá hefur verið tilkynnt um 693 tegundir í tengslum við rusl í höfunum. Plast var langalgengasta ruslið, eða í 92% tilvika. Að minnsta kosti 10% af þessum lífverum höfðu tekið inn míkróplast.
Í tilfellum sem að lífverur flæktust í rusli var 71% af þeim flækt í plast kaðla og net. Af því rusli sem að fannst í lífverum var 37% af því plastbrot. Í þessum rannsóknum var tilkynnt um 35% meira af tilfellum þar sem lífverur flæktust í rusli heldur en lífverur sem höfðu innbyrt rusl og þar voru sæskjaldbökur, sjávarspendýr og sjófuglar algengastir. Þær tegundir sem voru algengastar til að flækjast í sjávarrusli voru alaskaloðselir, kaliforníusæljón og Lundar. Þær tegundir sem voru algengastar til að innbyrða sjávarrusl voru fýlar, laysan albatrossar og greater shearwater. (7)
Í rannsókn sem gerð var á 1033 fuglum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum voru 55% þeirra með plastrusl í maganum. Rannsóknin stóð yfir í 14 ár og fór fram á árunum 1975-1989. Mismunandi tegundir sóttu frekar í plastið og í ákveðna liti þar sem þeir héldu að plastið væri bráð.
Loðselir eru forvitnir og fjörugir, þeir hafa gaman að fljótandi dóti og dífa sér og synda um það. Ungir selir festa oft hringi eða kaðla utan um hálsinn sinn og með tímanum þrengir að öndunarveginum og þeir fá sár um hálsinn. Vísindamenn áætluðu að um 40.000 loðselir dæu árlega af völdum þess að flækjast í plast rusli.
Fiskinet geta verið stórhættuleg fyrir sjávardýr. Árið 1979 fundust 99 dauðir sjávarfuglar og yfir 200 dauðir laxar í neti sem verið var að endurheimta úr sjónum. Árið 1983-84 var áætlað að yfir 533 loðselir hefðu fests og drukknað í fiskinetum undan ströndum Japans. Hvalir flækjast einnig í fiskinetum.
Það hefur áhrif á 86% af öllum sjávarskjaldbökum, 44% af öllum sjávarfuglum og 43% allra sjávarspendýra. Þessar tölur gætu hins vegar verið mjög vanmetnar þar sem fórnarlömb plast rusls í höfunum finnast ekki á stórum hafsvæðum, þau sökkva eða eru étin af öðrum rándýrum. (8)
Áhrifin líklegast vanmetin
ÍTARLEG SKÝRSLA UM LÍFVERUR OG PLASTRUSL
Mynd 3
Mynd 4
Plastið í hafinu hefur
gríðarleg áhrif á lífríkið
Árið 2050 er áætlað að 99% af öllum tegundum sjávarfugla verði með plast í maganum
Sjávarfuglar gleypa plast í leit að fæðu og fæða ungunum sínum plastið. Fuglarnir deyja margir úr hungri þar sem maginn fyllist af plasti en einnig getur plastið skaðað líffærin og þeir geta kafnað. Spáð er að það fari vaxandi að sjávarfuglar gleypi plast. Áætlað er að árið 2050 muni 99% af öllum tegundum sjávarfugla vera með plast í maganum. Plast rusl veldur dauða um milljón sjávarfugla á hverju ári og meira en 100 þúsund sjávarspendýra. (6) (9)
Fuglarnir gleypa plastið
SJÁVARFUGLAR
Táknmynd plastmengunar
MIDWAY: MESSAGE FROM THE GYRE
Ljósmyndarinn Chris Jordan ljósmyndaði lík af ungum Albatrossa á Midway eyjum í Norður-Kyrrahafi árið 2009. Myndirnar náðu heimsfrægð og hægt er að segja að þær séu táknmynd plastmengunar. Albatrossar gleypa enn meira plast en flestir fuglar útaf því hvernig þeir veiða. Þeir svífa yfir sjónum með gogginn opinn og taka þannig óvart upp fljótandi plast sem þeir fæða síðan ungunum sínum.
“For me, kneeling over their carcasses is like looking into a macabre mirror. These birds reflect back an appallingly emblematic result of the collective trance of our consumerism and runaway industrial growth. Like the albatross, we first-world humans find ourselves lacking the ability to discern anymore what is nourishing from what is toxic to our lives and our spirits. Choked to death on our waste, the mythical albatross calls upon us to recognize that our greatest challenge lies not out there, but in here.” (10)
Mynd 5
Hafið inniheldur 97% af öllu vatni á jörðinni. Það framleiðir meira en helminginn af súrefninu í andrúmsloftinu og gleypir mest koltvíoxíð. Plastmengun í hafi skapar beina ógn við vistkerfi hafsins og einnig heilsu manna. (11)
Plastmengun ógnar hafinu
MIKILVÆGI HAFSINS
Verndum hafið
HVAÐ ÞARF AÐ GERA?
Augljóst er að við þurfum að breita venjum okkar og stuðla að vitunarvakningu. Alþjóðlegt samstarf er mikilvægt til þess að hægt sé að bregðast við þessum stóra vanda. Stuðla þarf að þekkingu á eðli hafsins og auðlindum þess. Mikilvægt er síðan að nýta þekkinguna í stjórnun og verndun hafsins með sjálfbærri þróun.
MYNDIR
HEIMILDIR
Mynd 1. Plastic waste input from land into the ocean 2010
Mynd 2. Landakort með plasteyjum
Mynd 5. Midway: message from the gyre
1. Guðjón Atli Auðunsson. (2016). Úr plasti, - og hvað svo?. Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
5. Stefán Gíslason og Birgitta Stefánsdóttir. (2015). Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin? Vísindavefurinn.
6. Wilcox, C., Mallos, N., Leonard, G., Rodriguez, A. og Hardesty, B. (2016). Using expert elicitation to estimate the impacts of plastic pollution on marine wildlife. Marine Policy.
7. S. C. Gall, R. C. Thompsson. (2015). The impact of debris on marine life. Marine Pollution Bulletin.
8. José G. B. Derraik. (2002). The pollution of the marine environment by plastic debris: a review. Marine Pollution Bulletin.
9. Unesco. (2017). Facts and figures on marine pollution. Unesco.
10. Jordan, C. (2009). Midway: message from the gyre. Chris Jordan.
11. Protect Planet Ocean. (2017). Why are oceans important?. IUCN
Við höfum bara eina plánetu
og eitt haf
FLÓKIÐ FERLI
Greining á plastrusli
Plastrusl er greint í sundur eftir stærð - stærri hlutir (Macroplastics) >20mm; miðlungs hlutir (Mesoplastics) 5mm-20mm; og plastagnir (Microplastics) <5mm. Það er erfitt að greina plast frá öðrum efnum, og oftast eru sýnin skoðuð undir smásjá. Samvinna margra vísindagreina er samt nauðsynleg, það vantar jafnvel að búa til nýjar visindagreinar sem henta betur en núverandi. Notuð eru net (neuston) með lítlum opum (staðallstærð 0.33mm) sem dregin eru af skipi og vatnið síað í þeim. Eftir að ákveðið magn vatnsins síaðist eru synin tekin og sett í geymslu (formalin) og farið með þau á rannsónastofu. Siðan er plastið aðgreint frá oðrum efni í sýninu undir smásjá, flokkað og sérhver plaststykki vigtað. Útfrá þessu er reiknað út hvaða magn finnst í sjónum. Eftir stærri hlutum er leitað með sjónaukum eða horft með berum augum, skráð niður og borið saman við álika hluti til að finna þyngðina. Siðan þarf líka að greina efnin sem finnast á yfirborði plasthluta og meta áhrif þeirra á umhverfið - megnið plasthluta inniheldur (eða ber) ýmislegt efni sem kallast Persistent organic pollutant (POP) - þrautseig lífræn mengandi efni. Mörg þessara efna finna sér leið í fæðukeðjena - örplast endir í meltingarvegum sjávardýra sem eru siðan étin af mannfólki. Þaðan geta efnin lent aftur í efnahringrás með skolpi. Allir þessir ferlar eru tiltölulega lítið rannsakaðir og það vantar betri skilningu á þeim til að geta komið mótvægisaðgerðum af stað. (2) (3) (4)
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 6-7