Landbúnaðarháskóli Íslands
Mengun – uppsprettur og áhrif
HVAÐ ER ÖRPLAST?
Örplast í framleiðslu
Öll þau tonn af plasti sem skilast í hafið eyðast ekki en brotna niður. Plastið brotnar niður í afar smáar einingar. Þær einingar sem eru minni en 5 mm á breidd er kallað öragnir. Einnig er framleitt örplast sem eru mjög litlar plasteiningar notaðar í heilsu- og snyrtivörur t.d. í andlitsskrúbba og tannkrem. Þessar örlitlu agnir fara auðveldlega í gegn fráveiturkerfi og út í hafið. Örplast hefur verið notað í snyrtivörur í meira en 50 ár. Mikil vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um örplast í snyrtivörum. Árið 2015 skrifaði Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, undir samning sem bannar örplast í snyrtivörum eins og tannkremi og andlitsvatni eða skrúbbum. Það er skref í rétta átt en bannið nær þó ekki yfir allar snyrtivörur eins og svitalyktareyði, andlitskrem og heimilis hreinsiefni. (1)
RANNSÓKN FRÁ 2017
Örplast í drykkjarvatni
Rannsókn frá Orb Media sem kom út á þessu ári hefur staðfest að örplast finnist um allan heim í kranavatni. Þegar á heildina var litið voru 83% sýna menguð af plast trefjum. Mengunin var mest í Bandaríkjunum með 94% sýna menguð af plasti. Þar á eftir voru Líbanon og Indland með mest menguð sýni. Bretland, Þýskaland og Frakkland voru með minnst menguð sýni en þar voru samt 72% sýna menguð af plasti.
Hér á landi hefur ekki verið rannsakað hvort plast sé í kranavatninu. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur hjá Matís, telur það vera mikla þörf að rannsaka hvort plastagnir finnist í íslensku kranavatni. Hrönn telur það geta verið möguleiki að uppsprettur hér á landi séu mengaðar eða þá að plast geti verið að koma frá lögnunum. (2) (3)
Aðstæður í saltvatni (sjónum) eru ólíkar aðstæðum á þurru landi og auk þess eru sjávarstraumar mjög virkir. Sjávarvatn flæðir milli flekanna og er virkur þáttur í myndun veðurfars bæði á landi og sjó. Plasthlutir sem enda í sjó eru á stöðugri hreyfingu sem veldur vélrænu niðurbroti, hvort sem þeir eru á floti og halda sig við yfirborð sjávar eða í sjávarbotni. Vélræn niðurbrot plasts í sjávarumhverfinu er þess vegna talin vera miklu örari en á landi, og efnafræðileg niðurbrot (vegna sólarljóss) hefur sér stað líka. Hvað varðar áhrif örplastsagna á sjávarlífríki þá eru stöðugt nýjar fréttir að berast þar sem örplast er að finnast í sjávarlífverum. Fleiri rannsóknir vantar og munu áhrif þessarar mengunar væntanlega skýrast betur á næstu misserum þó að örplastagnir hafa verið í öllum heimshöfum í meira en 50 ár. Plast hefur marvísleg neikvæð áhrif á dýrastofna, annars vegar sem fljótandi (eða botnlagt) efni sem dýrin festast í og meiðast og hins vegar þegar örplast kemst í meltingarkerfi og hægir eða stöðvar fæðuinntöku. Auk þess eru plastborin efni mjög skaðleg og virka sem eiturefni, bæði ef þau eru gleypt og með því að seytast af plasthlutum í umhverfi. Egg, fósturvísir og lirfur dýra eru sérstaklega viðkvæm fyrir efnum sem berast með plasti og tegundir sem lifa í plastmenguðu umhverfi hafa minni lífslíkur sem ungviði. (4)
LÍFSLÍKUR UNGVIÐIS MINNI
Örplast í frumum fiska
ÍBLÖNDUNAREFNI PLASTS
Skaðleg viðbótarefni
Bráavarnarefni (antioxidants) sem notuð eru til að hægja oxun og eyðilaggingu plast komast líka í náttúruna á sama hátt. Þessi efni eru talin vera hættuleg jafnvel áður en þeir komast í náttúruna, og geta til dæmis borist í matvörur frá pakkningum á meðan að vörurnar eru geymdar í hillu eða ísskáp. Dæmi um slík efni er Irganox bráavarnarefni.
Mýkingarefni (plasticizers) eru bætt við vegna eiginleika þeirra að mýkja plast og gera það sveigjanlegt. Phthalöt (phthalates), sem eru notuð til þess, eru líka ofnæmisvaldandi og getur orsakað öndunarsjúkdóma. Þessi efni geta líka haft skaðleg áhrif á fóstur og valdið hormónatruflun, jafnvel orsakað fóstureyðingu, ruglað efnaskiptum og valdið ýmsum sjúkdóma.
Smurefni (lubricants) eru notuð til að minnka seigju og samloðun plasts. Þetta eru oftast blöndur af olíum, glíseróli og ýmsum öðrum efnum sem einnig leka í umhverfið. (4)
Í plastrusli finnast einnig ýmis önnur efni einf og eldsneyti, millistigs esterar, sýrur, alkóhól, eldvarnaefni (flame retardants), mónómerar og olígómerar. Bisfnól A, mónómer efni sem notað er sem keðjurjúfandi efni (chain terminator) í mörgum plasttegundum er mjög skaðlegt efni og hefur neikvætt áhrif á lífrÍki. Efnið getur valdið krabbameini, fóstureyðingu, sykursýki og ýmis konar vitsmuna- og atferlisvandamál hjá börnum foreldrana sem komið hafa í samband við það. (4)
Örplast notað í snyrtivörur
í meira en 50 ár
Helstu örplasttegundir í sjónum er að mestu leyti sömu tegundir og algengustu framleiðslutegundir, pólíetílen (31%), pólíprópílen (25%), pólístíren (16%) og nælon (6%). Plastagnirnir skiptast niður í frumplastagnir (primary) og síðmyndaðar (secondary) plastagnir. Frumplastagnir eru af tvennum toga, annars vegar agnir sem notaðar eru í plastframleiðslu (pellets) og hins vegar agnir sem eru bætt við önnur efni (microbeads, glimmer). Síðmyndaðar (secondary) plastagnir eru niðurbrot af stærri plasthlutum.
Frumplastagnir sem viðbót í neytendavörur eru oft settar í snyrtivörur, eins og tannkrem og skrúbb- og andlitskrem í stað fyrir náttúruleg efni eins og ávaxtasteina, skeljar eða vikurefni. Mikið magn plastagna kemur úr þvottavélum sem niðurbrot af fatnaði úr gerviefnum. Þessar öragnir hafa greiðan aðgang að hafinu í gegnum fráveitukerfi.
Síðgerðar plastagnir berast til sjávar bæði beint, með útskólun eða lofti frá landi (dekk, til dæmis) eða sem stærri hlutir. Sjá nánar vistferilskorti frá verkfræðistofunni EFLU hér fyrir neðan. Niðurbrot stærri plasthluta gerist mishratt, aðallega eftir hitastigi og magni útfjólubláss ljóss. (4)
Helstu tegundir
FRUMPLAST OG SÍÐMYNDAÐAR PLASTAGNIR
Mengunaráhrif plastagna eru mismunandi og fara eftir gerð plastefnanna, fljótandi efni eins og pólíetílen og pólíprópílen menga aðallega yfirborðsvatn og fjöruborð, en þyngri agnir eins og PVC sökkva og menga sjávarbotn. Smáþörungar og aðrar örverur sem setjast á þessar agnir mynda þekju og hægja að hluta niðurbrot þeirra með því að einangra þær og hugsalega verða til lög af slíkum efnum. Efni af mismunandi toga er bætt við plast í framleiðsluferlum þess til að efla hæfileika plastsins og gera það sterkara. Oftast er um mjög skaðandi efni að ræða, með hægt eða ekkert niðurbrot. Í rannsóknini sem þessi kafli dregur efnið úr (Espinosa, Esteban, Espinosa, & Esteban, 2016) eru talin upp 68 viðbótarefni sem finnast í plasti og gera það erfiðara að meta áhrif plastagna á náttúruna. Hér er átt við kolvetnsambönd (hydrocarbons), annars vegar alifatísk, sem notuð eru í smurningu plastefna (alkön, alken) eða arómatísk sem notuð eru í framleiðslu annara efna. Sum þessara efna, eins og halogen-kolvetnissambönd eru skaðleg og flokkast sem POP - persistant organic pollutants. Önnur efni eins og bensófénon eru notuð sem útfjólublá ver/gleypir (UV stabilisers) í bleki og allskonar umbúðum. Slík efni flokkast einnig sem POP efni. (4)
Flókin efnasambönd
HÆGT NIÐURBROT
HEIMILDIR
1. National ocean service. (e.d.). What are microplastics?. National ocean service.
2. Chris Tyree, Dan Morrison. (2017). Invisibles: the plastic inside us. Orbmedia.
3. Jóhann Bjarni Kolbeinsson. (2017). Plastagnir mögulega í íslensku kranavatni. Fréttastofa Rúv.
4. Espinosa, C., Esteban, M. Á. og Cuesta, A. (2016). Microplastics in Aquatic Environments and Their Toxicological Implications for Fish. Intech.
Mynd 2. Skýringarmynd örpalst. Illustration: Elsa Wikander/Azote
Mynd 3. Vistferilshugsun skýringarmynd frá EFLU
MYNDIR
Einnig hafa plastborin efni neikvæð áhrif á ónæmiskerfi marga dýra. Hjá fiskum geta þau hindrað starfsemi amöbulíkra neutrophil frumna. Þetta getur ruglað ónæmiskerfi hjá fiskum og gert þá viðkvæmari t.d. fyrir bakteríusýkingum. Plastefni rjúfa líka innkirtlasterfsemi fiska. Í þessu tilfelli má sérstaklega nefna stýren og bisphenol A. Önnur efni, eins og áður nefnð útfjólubláljóssvarnir, hafa hormóntruflandi (antiandrogenic) áhrif og geta truflað fengitíma (estrogenic) dýranna.
Nauðsynlega vantar rannsóknir um áhrif plastagna og plastborna efna á bæði ónæmis- og æxlunakerfi fiska og hryggdýra (mannfólks). En sérstaklega þarf einnig rannsaka hver samanborin áhrif eru allra þessara efna, í stað fyrir að rannsaka áhrif hvers efnis fyrir sig (sem er að sjálfsögðu líka nauðsynlegt). Auk þess sýnir þetta hversu alvarleg staðan er í dag í sambandi við plastmengun. Það er ljóst að draga þarf út plastneyslu, einfalda framleiðsluleiðir og nota færri plasttegundir, stöðva notkun einnota plasts og hafa umhverfið í huga í hvert skipti sem við ákveðum kaup plast í hvaða formi sem er. (4)
Mynd 2 Illustration: Elsa Wikander/Azote
Mynd 1
Mynd 3
Mynd 4
Örplast er í kræklingi meðfram allri strönd Noregs, samkvæmt nýrri rannsókn frá Umhverfisstofnun Noregs. Gera má ráð fyrir að svipað ástand sé við Íslandsstrendur segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum.
Í rannsókninni fannst örplast í 77% kræklings sem var skoðaður. Halldór Pálmar segir að það hafi komið á óvart hvað mikið hafi verið af örplasti í kræklingnum, „og þá kannski sérstaklega nyrst í Noregi þar sem maður myndi halda að væri hreinasti staðurinn.“
Stærstur hluti örplastsins sem fannst voru þræðir úr fatnaði eða vefnaði sem kom einnig á óvart þar sem áætlað er að helmingur örplasts í Noregi sé frá bílaumferð. Lesa frétt á RÚV.