top of page

1,3 milljarðar tonna

af úrgangi árlega

Samsetning ólík eftir löndum

Samsetning sorps og aðferðir í söfnun þess er mismunandi eftir löndum; menningarlegir-, fjárhagslegir-, veðurfarslegir þættir hafa þar mikið að segja ásamt mismun í orkuframleiðslu. Í láglauna löndum er mest af lífrænum úrgangi, en í hátekjulöndum er það plast og papparusl sem mest er hent. Móttaka sorps fer líka eftir samsetningu þess, en hvert land fyrir sig notar mismunandi aðferðir til að meðhöndla það. Fjármunir stýra að stærstum hluta meðhöndlun úrgangs, en flutningsverð og heimsmarkaðsverð nýrar vörurnar stýra endurvinnslu - ef fólk er að versla meira þá verður til meiri úrgangur, og siðan er hraði og hlutfall sorpsins sem fer í endurvinnslu mismunandi á hverju landi fyrir sig. Ef fluttningur kostar ekki mikið og verðið er gott fyrir endurvinnalegar vörur þá myndast markaður fyrir þær og verða þær eftirsótt markaðsvara. Lesa skyrslu(pdf)

"Framleiðsla úrgangs"

Fjölgun íbúa í borgum veldur auknum úrgangi. Talið er að borgarbúar séu með hærri kaupmátt en íbúar í drefibýli, þeir hafa aðgang að meira vöruúrvali sem að stórum hluta er pakkaður inn í einnota umbúðir. Stórborgirnar draga sífellt til sín meira af fólki og áætlað er að árið 2050 munu jafn margir búa í borgum og jarðbúar voru árið 2000. Talið er að árlega sé framleitt 1.3 milljarða tonna af úrgangi sem fer á urðunarstaði (MSW - municipal solid waste) og áætlað er að sú tala muni tvöfaldast árið 2025. Hver jarðarbúi framleidir að meðaltali um 1.2 kíló af MSW á dag. Af þessu gerir plast um 10% samtals að meðaltali fyrir jörðina heila.                                    Lesa skyrslu(pdf)

REDUCE – REUSE – RECYCLE

Hvað þarf að gera?

Í meðhöndlun úrgangs er oftast talað um þrjú R - reduce, reuse, recycle, eða minnka, endurnýta og endurvinna. Það mætti líka bæta við fjórða R-inu, recover (bjarga), sem snýr að endurnýtingu sorps sem safnað hefur verið úr náttúrunni (þá sem úrgangur) og endurnýttur, eins og plastflöskur sem og lífræn efni sem hægt er að endurnýta eins og í moltugerð.

Sem minnkun úrgangs má nefna mismunandi leiðir til að draga úr notkun einnota vörur, eins og plastpokar og umbúðir, og nota fjölnotapokar og umbúðir. Í stað fyrir hefbundið plast mátti nota niðurbrotanleg efni eins og sellúlosa. Þá erum við að minnka efnalosun sem kemur sem afleiðing framleiðslunnar, og líka efnalosun sem afleiðinug meðhöndlunnar.

Endurnýtingin er jafnvel einfaldari - í stað fyrir að henda má fara með vörurnar sem við þurfum ekki lengur að halda til einhvern sem hefur leið til að koma þeim aftur á markað, hvort það er búð með slíkum vörum, eins og Góði hirðirinn, eða Rauði krossinn, og bein sala á ýmsum markaðum eða rafrænt. Allt virðist vera betra en að henda - í sumum löndum er safnað allt að 20% af öllum hlutum sem hent er í náttúruna. Safnaðir hlutir fara oft í endurvinnslu sem er oftast betri kostur en förgun en það þurfti að meta saman nokkur atriði, eins og flutningskostnað og þá ekki bara efnahagslega heldur líka mengunarkostnað (kólefnisspor og áhrif á náttúruna). Um hvað varðar niðurbrot sem endurvinnsluleið er moltugerð með loftun (aerobic composting) talið betri kostur en loflaust (anaearobic) niðurbrot. Loftlaust niðurbrot, sem oftast er notað í framleiðslu metangass, er flóknari og dýrari endurvinnsluleið (1).                                                                                        Lesa skyrslu(pdf)

Mikill munur er á milli landa eftir því hversu tekjuhá þau eru, þegar kemur að tegundum úrgangs, magni og meðhöndlun hans. Í hátekjulöndum er stærstur hluti settur í landfyllingar og/eða brennslu, en í láglaunalöndum er úrgangur frekar settur á opna losunarstaði. Í mörgum löndum er ekki gert sameiginlegt bókhald fyrir urðun/losun en lönd sem eru með betra bókhald nota mismunandi aðferðir til að skrá magn ruslsins. Þess vegna vantar gögn um heildarmagn ruslsins í þessum löndum á landsvísu og erfitt er að reikna út samanlögð gögn á heimsvísu. Ruslið sem maður hendir endar einhversstaðar á jörðinni. Mest af úrgangi, eða um 340 milljón tonn á ári hverju lendir í landfyllingum. Um 140 milljón tonn er endurunnið, auk rúmlega 130 milljón tonn sem er endurunnið sem varmaorka - WTE, waste to energy. Áhugavert er að hlutfallslega er mjög lítið af rusli hent á opnu haugana, eða um 65 milljón tonn endar á opnum ruslahaugum. Síðan fara önnur 60 milljón tonn í moltugerð og 50 milljón tonn eru óflokkuð (1).                                                                                                                                       Lesa skyrslu(pdf)

Hvar endar úrgangurinn?

LANDFYLLINGAR, BRENNSLA EÐA RUSLAHAUGAR

Hver jarðarbúi framleiðir

að meðaltali 1,2 kíló

af úrgangi á dag.

Brennsla og landfylling eru tengd að því leyti að yfirleitt enda leyfar af brenndum efnum í landfyllingum. Þó að með brennslu sé lífmassinn minnkaður í allt að 90% er brennslan ekki góður kostur vegna hás kolefnisspors. Efnin sem eru brennd eru líka óafturkræf - eyðilögð. Brennsla við upphitun húsa notar úrgang sem eldsneyti, sem gæti verið góður kostur. Landfylling er ekkert annað en uppsöfnun efna á einum stað. Plast safnast upp í landfyllingum og verður þar í mjög langan tíma. Það grotnar ekki niður heldur milst það í sundur, mengar vistkerfið og þannig geta öragnir og -plast farið í fæðukeðjuna. Auk þess er ekki verið að endurnýta eða endurvinna hluti sem eru grafnir niður í jörðina. Í löndum sem urðað er í opnum haugum er auðvelt fyrir plastið að finna sér leið í náttúruna, en í landfyllingum er það betra frágengið (1).   

                                                                    Lesa skyrslu(pdf)

Uppsöfnun efna

MENGUN FRÁ LANDFYLLINGUM OG BRENNSLU
LANDFYLLINGAR

Geta verið vel skipulagðar

Landfyllingarstaðir geta verið vel skipulagðar og reknir í mörgum löndum í dag. Flestir landfyllingastaðir eru hannaðir með umhverfisstefnu að leiðarljósi og eiga að koma í veg fyrir umhverfisslys og óhöpp. Fylgst er með lekum, bæði í neðanjarðarvatn og í umhverfi, af öllum toga (efnaleki sem streymir niður, en líka upp - gasleki).  Á Íslandi er verulega dregið úr urðun og í dag er urðað aðeins um 30% úrgangs og segir reglugerðin mjög skýrt um hvað má og hvað má ekki gera. Nokkrar aðferðir um urðun eru þekktar, og urðað getur verið í reinum, lögum eða sellum. Efni sem urðað er deilist í virkan og óvirkan úrgang. Virkur úrgangur er háður niðurbroti og breytir efnasamsetninguna sina og magn (sum efni “brenna” - kolefnis “brennsla”, eyðing kolefnis úr efnasamsetninguni, önnur grotnar niður að hluta vegna örveruvirknis, sum efni gera bæði). Mörg efni er bannað að urða á Íslandi, eins og enduvinnaleg efni (ef endurvinnslukostnaður er ekki of hár), fljótandi, geislavirk, sprengfim, sótmengandi, eldfiman eða smitandi úrgang og önnur hættuleg efni að mismunandi toga (1).                Lesa skyrslu(pdf)

BRENNSLA

Há umhverfisspor

Brennsla úrgangs getur verið framkvæmð á margskonar hátt. Plast or gott sem eldsenyti vegna upprunans sins (jarðolía er uppruni þess, en plast brennur svipað og bensín) og hefur hátt orkuhlutfall. Umhverfisspör plasts eru samt of há vegna margra mengandi efna sem blönduð eru í flesta plasttegundir. Þess vegna er endurvinnsla plasts miklu betri kostur, en hún er samt gerð í tiltölulega litlu mæli. Á Íslandi eru nokkrir brennslustöðvar enn í gangi en það hefur verið dregið úr fjölda þeirra verulega, en háhitabrennslan, sem er orkufrek og eyðileggur efnin gerir um 9% allri brennslu samtals í dag. Brennslu fylgja mörg skaðleg efni eins og gróðurhúsalofttegundir, málmar, díoxín og svífagnir og þess vegna þarf hún að uppfylla margar kröfur og er reglulega og þétt vöktuð (1).                                                                                        Lesa skyrslu(pdf)

ENDURVINNSLA OG ENDURNÝTING

Upplýsa almenning

Endurvinnsla og endurnýting er mjög góða leiðir til að bregðast við plastmengun og of mikla plastframleiðslu, en þær krefjast þekkingu og einnig vilja og góða undirbúningu á mörgum sviðum. Almenningurinn þarf að vera vel upplýstur og með þekkingu um flokkun og endurvinnslugjöld, bæði á einkaheimilinum og opinberum stöðum, siðan þarf að ganga vel frá öllum efnum sem endurunnið verður og flokka eftir tegundum. Flutningskostnaður má ekki vera of hár og flutningaleiðir heldur ekki of langar, bæði vegna kostnaðar og kólefnisspors. Úrgangsefnin má líka endurnýta án þess að breyta þeim of mikið og það er oftast besti kostur, sérstaklega ef staðbundinn markaðurinn er fyrir endurnýtanlegar vörur (3).  

Endurvinnsla plasts sem eldsenytisolíu er tvíþætt. Fyrst er það minnkun plastmengunnar og siðan jafnvel er með slíkri endurvinnslu verið að draga úr olíunotkun. Til að endurvinna plast í olíu þarf að hita það til bræðslumarks án þess að brenna það. Nokkrar aðferðir eru notaðar til þess - í depolimerization, eða affjölliðun, er plastið fyrst miljað og hitað upp undir háum þrýstingi. Siðan er þrystingurin smám saman tekin af og eftir verður blanda af vetniskolsamböndum (hydrocarbons) og steinefnum. Steinefnin eru tekin í burtu og vetniskolsambönd hituð aftur upp í allt að 500°C. Þegar öll fjölliðutengin eru siðan eimuð og úr þeim verður olía til. Pyrolysa (e. Pyrolysis) eða hitasundrun er svipuð aðferð nema að mörgu leyti einfaldara - plastið er sett í hylki og loftið í hylkinu hitað upp þangað til plastið breytis úr föstu formi og vökva í gas. Gasinu er siðan kælt niður og hráolián mynduð. Með pyrolysu er hægt að endurheimta allt að 65% af magni plasts í olíu. Með frekari hreinsun getur þessi olía verið samanborin við dísílolíu um hvað varðar gæði og orkuinnihald. Þessar aðferðir virka fyrir flestar tegundir af plasti og gúmmiefna eins og bíladekk og þess vegna góð leið til að losna við plastúrgang (2). 

                                                                         Lesa skyrslu(pdf)

PLASTIC TO OIL

Frá plasti í olíu

​MÓTTAKA OG MEÐHÖNDLUN SORPS
MEIRI KAUPMÁTTUR – MEIRA SORP
LINEAR ECONOMY

​Línulegt hagkerfi

Línulegt hagkerfi á uppruna sinn að rekja til iðnbyltingarinnar. „Take, make, use, dispose". Í byrjun iðnbyltingarinnar voru einungis þeir sem bjuggu í svokölluðum “þróuðum” löndum nógu ríkir til að geta hent vörum eftir að hafa notað þær, annars staðar var reynt að gera við gömlu hlutina. Stærstu breytingarnar gerðust á seinni hluta 20. aldar þegar endurvinnsla borgaði sig ekki lengur og það varð ódýrara að kaupa nýjar vörur í staðin fyrir þær gömlu. Auk þess var ekki lengur hægt að gera við megnið af vörum á hagstæðan hátt, sem gerði það svo að verkum að línulegt hagkerfi tók smám saman yfir markaðinn á heimsvísu.

Orkunotkun jókst um 800% frá 1850 til 2010 og mun aukast um 50% á næstu 20 árum. Það má einnig gera ráð fyrir jarðvegsmengun og/eða eyðingu jarðvegs, og þá ekki bara vegna úrgangslosunar heldur líka í öllum skrefum vörumframleiðslunnar. Einnig hefur línulegt hagkerfi neikvæð áhrif á loftslag, vistkerfi og veður með aukinni flóða- og þurrkahættu, afleiðingar af því eru matarskortur og fólksfluttningar. Með vaxandi fólksfjölgun á komandi árum er alveg ljóst að slík þróun er ósjálfbjarga og breytinga er þörf.  Línulegt hagkerfi er skaðlegt fyrir umhverfið okkar og plánetuna á margskonar hátt, en hverju má breyta og hvernig á að gera það (4)?

AFLEIÐING LÍNULEGS HAGKERFIS

Áætluð úrelting

Áætluð úrelting (planned obsolescence) er nafn á fyrirbæri sem varð til eftir fyrri heimsstyrjöld og stóru kreppuna 1920 en það átti að hjálpa hagkerfinu að komast aftur af stað. Áætluð úrelting miðar að því að stytta notkunar tímabil á framleiddum vörum með því að koma með viðbætur sem úrelda eldri vöruna. Annað dæmi eru vörur með innbyggðan “dauða”, styttan notkunartíma - svo sem ljósaperur sem hannaðar eru með styttri nýtingatíma. Lítið hefur breyst í þessum efnum, sérstaklega í raftækjaframleiðslu, ávallt er verið að uppfæra tölvur og síma og hönnun þeirra leyfir ekki viðgerðir. Allt þetta leiðir til uppsöfnunar á tækjum, rusli. Sumar vörur eru endurvinnulegar að hluta, en það kostar orku, tíma og peninga og margir velja frekar að framleiða nýtt, varan endar því  á ruslahaugunum.

Afleiðingar línulegs hagkerfis eru gríðarleg uppsöfnun úrgangs sem við sjáum í dag. Auk þess byggist hagkerfið okkar á auðlindum, eins og jarðolíu, en líka mörgum öðrum efnum eins og málmsteindum, fersku vatni og orku (4).

Endurvinnsla mismunandi plasttegunda

CIRCULAR ECONOMY

Hringrásar hagkerfi

Hringrása hagkerfi er hugtak sem tengist hugmyndum um sjáfbæra þróun. Framleiddar vörur þurfa að vera niðurbrjótanlegar eða komast aftur inn í feril sem hráefni án þess að hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Hugtakið byggist á fæðukeðju hringrásum í náttúrunni, þar sem lífrænar leifar verða að fæðu fyrir smádýr,  sem síðan verða að fæðu fyrir stærri dýr sem verða aftur að lífrænum leifum og hringnum er þá lokið. Plast passar ekki inn í þessa ferla og kemst ekki aftur inn í hringrásina, bæði vegna þess að það getur ekki verið nýtt sem örverufæða (alla vega ekki á stórum skala) og líka vegna þess að mörg stór fyrirtæki nota ekki endurunnið plast og velja frekar að framleiða nýtt (4). 

MARKMIÐIÐ

Minnkun úrgangs

Það vantar að breyta hugsunarhætti (paradigm change) til að ná góðum árangri. Úrgangur verður að verða að hráefni, í staðin fyrir að safnast upp, vera urðaður eða brenndur. En það ekki það eina sem þarf að breyta, slíkt kerfi höfum við að hluta til í dag. Framleiddar vörur ættu ekki að hafa stuttan notkunartíma. Iðnaðurinn þarf að leita lausna sem spila á gæði og betri endingu, með viðgerðir í huga í stað urðunar. Notendur geta einnig gert margt sjálfir,  til dæmis valið rafrænar vörur í stað fyrir prentaðar bækur, geisladiska og  svo framvegis. Minnkun úrgangs og betri stjórn á endurvinnslu ætti að eiga sér stað. Aftur á móti er tregðan í núverandi kerfi eitthvað sem nauðsynlegt er að hafa í huga, erfitt  getur verið að breyta hugmyndum manna sem eru andstæðir róttækum breytingum sökum íhaldsemis og misskilnings. Tæknileg vandamál geta líka verið að stórum hluta orsök þess hversu hægar breytingar eiga sér stað, kerfið þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Því miður eru þessar hugmyndir í minnihluta í dag, og fá ekki að heyrast nógu oft né hátt (4).

Lágt hlutfall á endurvinnslu plasts er vegna fjölda ólíkra plasttegunda og íblöndunarefna þeirra, 

sem gerir það erfitt að endurvinna plast á áhrifaríkan hátt þar sem gæði efnisins haldast.

                                                                     

Endurvinnsla plasts
ÍSLAND

Hvað verður um plastið?

Í reglugerð Umhverfisstofnunar stendur að meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs skal hafa forgang sé hún gerð innanlands, nema ef útflutningur skilar meira árangri. Samkvæmt Basel samningnum er bannað, vegna mengunarhættu, að flytja úrgang til landa sem bjóða ekki nægjanlegar aðstæður. Íslenskur úrgangur er fluttur að mestu leyti til Svíþjóðar og Hollands. Hreint og vel flokkað plast er verðmætt hráefni. Allt flokkað plast sem berst SORPU er baggað, sett í gám og flutt sjóleiðis til Svíþjóðar, þar sem Stena Recycling AB endurvinnur plastið í nýjar vörur, það sem ekki er endurvinnanlegt er brennt til orkunotkunar. 

Fyrirtækið Endurvinnslan hf. pakkar öllum plastflöskum sem þeir taka við og sendir þær til endurvinnslu til Svíþjójðar og Hollands. Skilagjald fyrir eina plastflösku er 16 íslenskar krónur. Árlega er um 1800 tonn af plasti sent úr landi til endurvinnslu. Efni úr heyrúlluplasti og veiðarfærum eru endurunnin á Íslandi. Fyrirtækið Pure North Recyclin sem er staðsett í Hveragerði vinnur úr heyrúlluplasti með notkun jarðvarma. Gúmmívinnslan á Akureyri endurvinnur hjólbarða og býr bæði til nýja hjólbarða úr gömlum og afurðaefni (kurl) úr gúmmí sem síðan er blandað í önnur efni (3).

                                                                    lesa skyrslu (pdf)

Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
bottom of page