top of page

2050 er áætlað að það verði meira af plasti en fiskum í hafinu

Meira en 250.000 tonn af plasti fljótandi í hafinu

Ekkert efni hefur haft eins mikil áhrif á menningu okkar og plast síðustu 100 árin. Plast umbylti vestrænni menningu þegar það var fundið upp í byrjun 20. aldarinnar. Þarna var komið efni sem bauð upp á óendanlega möguleika í framleiðslu og hægt var að móta á margvíslegan hátt. Það er óbrjótanlegt, létt, sterkt, ryðgar ekki og ódýrt í framleiðslu. Það var belgíski efnafræðingurinn Dr. Leo Bakeland sem fann upp fyrsta manngerða plastefnið (synthetic plastic) árið 1907 og kallaði það Bakelite.  Bakelite var mest notað í rafmagnstæki eins og útvarp og síma en líka í heimilistæki og ýmislegt fleira. Þetta var fyrsta manngerða plastefnið sem var ekki búið til úr plöntum eða dýrum heldur úr jarðefnaolía. Fram að því hafði lengi verið notaðar náttúrulegar fjölliður (polymers) í efnum eins og gúmmí en í plasti (synthetic plastic) eru notaðar tilbúnar fjölliður (synthetic polymers). Í kjölfar Bakelite kom flóðbylgja af plastefnum (synthetic plastics); polystyrene 1929, polyester 1930, polyvinylchloride (PVC) og polythene 1933 og nylon 1935. Þessi efni voru tákn um nýja tíma og betri lífsgæði. (1)

Til að byrja með var það framleiðsla tengd stríðsrekstri sem að hélt uppi vexti iðnaðarins þar sem plast var notað í allt frá farartækjum til ratsjár einangrunar. Við lok seinni heimstyrjaldarinnar 1945 blasti við hrun í iðnaðnum og finna þurfti nýjan markað. Það var þá sem athyglinni var beint að fjöldaframleiddum neysluvörum fyrir almenning. Þessi vöruflokkur hafði óendanlega möguleika og hafði mikil áhrif á líf og neysluvenjur almennings til dæmis í tengslum við mat. Gott dæmi er Tupperware sem kemur á Bandaríkjamarkað árið 1946 og veldur straumhvörfum í bandarískri dægurmenningu með Tupperware partýum þar sem konur seldu konum vörur. Stofnandi fyrirtækisins Earl Tupper fann upp lokið á Tupperware vörunum sem var bylting á þessum tíma. Hugmyndina fékk hann frá málningardósalokum en með sveigjanleika plastsins að leiðarljósi gat hann endurhannað það fyrir Tupperware.  Vörurnar lifa ennþá góðu lífi þar sem helstu eiginleikar plastsins njóta sín; óbrjótanlegt, létt, sveigjanlegt, ryðfrítt og ódýrt.

Plastpokinn (úr polyethylene) kemur svo fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum. Það er því ekki svo langt síðan þetta efni sem hjúpað var dýrðarljóma varð partur af okkar daglega lífi. En væntanlega datt engum í hug að þetta stórbrotna efni gæti verið ein mesta umhverfisógn okkar tíma. (1) (2)

ÓBRJÓTANLEGT, LÉTT, STERKT, ÓDÝRT

Efni sem umbylti heiminum

FJÖLDAFRAMLEIDDAR NEYSLUVÖRUR

Plast öldin

PLASTFRAMLEIÐSLA HEFUR MARGFALDAST
MARGVÍSLEG NOTKUN

Umbúðir langstærsti hlutinn

Helstu tegundir

Plastframleiðsla hefur margfaldast síðan 1950. Í dag erum við umkringd plasti sem er notað í margskonar tilgangi og mælist árleg plastframleiðsla í hundruðum miljóna tonna. Langstærstur hluti plastframleiðslu fer í umbúðir eða 39,5%. Sem dæmi voru seldar 480 billjónir af plastflöskum heiminum árið 2016, sem gera milljón flöskur hverja mínútu eða 20.000 stykki hverja sekúndu. Í janúar 2018 gaf Evrópusambandið út yfirlýsingu um það að árið 2030 ættu allar plastflöskur að vera endurvinnanlegar eða endurnýtanlegar. Sjá frétt.

 

Restin af plastframleiðslu fer 20% í byggingar, 8,6% í bíla, 5,7% í rafbúnað, 3,4% í landbúnað og 22,7% í annað, til dæmis heilsu- og Íþróttavörur, leikföng, húsgögn og fleira. Mikið magn af plasti er notað í vefnað og föt og er um 60% textíls gerður úr plastefnum. Framleiðsla á plastfíbrum til vefnaðar var til að mynda 60 milljónir tonna (Mt) árið 2014 (CIRFS 2016) eða um 19,3 % af allri plastframleiðslu það ár (311 Mt). (3)

Hér er notkun nokkurra tegunda fjölliða úr etíleni lýst:

 

Polyethylene (LDPE eða HDPE) er meðal annars notað í umbúðir, mótaðar vörur, plastfilmur, ruslapoka, plastflöskur, leikföng. Polypropylene fjölliðan (PP) er notuð í textíltrefjum, bílavarahlutum, reipagerð. Polyvinyl klórið (PVC) er notað í gerð gólfefna, raflagna, gervileðurs, garðslangna, pípulagna og framvegis. Polystyrene fjölliður (PS) nýtast í frauðplasti, mótuðum vörum, matarkössum, sem einangrunarefni og framvegis.

​

​

Plastnotkun á heimsvísu

UM 322 MILLJÓN TONN AF PLASTI FRAMLEIDD ÁRLEGA 
TÖLUR FRÁ 2016
HEIMILDIR
MYNDIR

Allar þessar fjölliður eru að hluta endurvinnanlegar og merktar samkvæmt því (sjá meðhöndlun úrgangs). Margar aðrar tilbúnar fjölliður sem finnast víða eru aftur á móti ekki endurvinnanlegar. Þrátt fyrir þennan endurvinnslumöguleika er plast samt frekar framleitt nýtt í staðinn fyrir að vera endurunnið. Í Bandaríkjunum eru um 30 milljón tonnum af plasti fargað árlega og talið er að plast sé um 15% allra efna á urðunarstöðum. Endurvinnsluhlutfall fyrir upptalnar fjölliður er eftirfarandi: PE (bæði HD og LD) um 15%; fyrir PP og PVC er það minna en 1%. (4)

​

​

Lágt endurvinnsluhlutfall

FLÓKIÐ AÐ ENDURVINNA
Mynd 3
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 4
bottom of page